Viðskipti erlent

Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn

Fulltrúar frá Víetnam og Bandaríkjunum takast í hendur eftir að skrifað var undir samkomulagið í dag.
Fulltrúar frá Víetnam og Bandaríkjunum takast í hendur eftir að skrifað var undir samkomulagið í dag. MYND/AP

Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). 

Samkomulagið sem skrifað var undir í dag nær lengra en svipaðir samningar sem löndin gerðu árið 2000.

Í samkomulaginu er kveðið á um að 15 prósenta innflutningsgjöld verði á meirihluta vara frá Bandaríkjunum til Víetnam. Þá munu Bandaríkjamenn jafnframt geta fjárfest í orku-, fjarskipta- og fjármálafyrirtækjum í Víetnam.

Stjórnvöld hafa lengi horft til þess að verða 151. aðildarríkið í WTO. Skilyrði til aðildar eru viðskiptasamningar við hin ýmsu lönd og áttu stjórnvöld einungis eftir að komast að samkomulagi við Bandaríkjastjórn um lækkun innflutningsgjalda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×