Erlent

Fékk gervihnjálið í vinstra hné

Þjáist af slitgigt Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ítrekað gengist undir skurðaðgerðir vegna slitgigtar. nordicphotos/afp
Þjáist af slitgigt Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ítrekað gengist undir skurðaðgerðir vegna slitgigtar. nordicphotos/afp

 Margrét Þórhildur Danadrottning gekkst í gær undir aðgerð á vinstra hné á sjúkrahúsi í Árósum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá hirðinni gekk aðgerðin vel, en í henni fékk hún gervilið í staðinn fyrir slitinn hnjálið.

Gert er ráð fyrir að drottningin verði útskrifuð af sjúkrahúsinu eftir viku. Hún mun ekki geta sinnt opinberum embættisverkum næstu tvo mánuðina.Margrét Þórhildur hefur lengi þjáðst af slitgigt og hefur af þeim sökum gengist á síðustu árum undir aðgerðir á báðum hnjám og baki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×