Erlent

Deilt um ákvarðanavald í Austur-Tímor

Xanana Gusmao, forseti Austur-Tímor, ræðir við lögreglumenn.
Xanana Gusmao, forseti Austur-Tímor, ræðir við lögreglumenn. MYND/AP

Forseta og forsætisráðherra Austur-Tímor greinir á um hvor fer með ákvarðanavald í ríkisstjórn landsins nú um stundir. Forsetinn, Xanana Gusmao, tilkynnti í fyrradag að forsætisráðherrann, Mari Alkatiri, hefði afhent sér völdin eftir að tilraunir til að koma á friði í landinu hefðu mistekist. Alkatiri lýsti því hins vegar yfir í gær að hann færi að hluta til enn með völd í Austur-Tímor.

Ófriður hefur geisað í landinu undanfarið sem hefur kostað 27 manns lífið en upphaf hans má rekja til átaka sem blossuðu upp milli stjórnarhers landsins og fyrrverandi hermanna fyrir nokkrum vikum þegar helmingur hersins var rekinn fyrir að fara í verkfall.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×