Erlent

Bandaríkjastjórn breyti aðferðum sínum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og George Bush, forseti landsins
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og George Bush, forseti landsins MYND/AP

Stjórnvöld í Íran segja að Bandaríkjastjórn verði að breyta aðferðum sínum, ef hún vilji að samskipti milli ráðamanna í Teheran, höfuðborg Írans, og Washington breytist í framtíðinnni. Reuters-fréttastofan greindi frá þessu fyrir stundu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði er þó sett að Íranar hætti þegar auðgun úrans. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaÐI í gær breyttri afstöðu Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilunni við Írana, og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Þýskaland og Kína, hyggjast ræða málið í Vín í Austurríki í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×