Erlent

Enn óeirðir í París

MYND/AP

Nokkur hundruð lögreglumenn stóðu vaktina í úthverfum Parísar í nótt. Þrátt fyrir rólegri nótt en síðustu tvær kveiktu mótmælendur í allmörgum bifreiðum og öskutunnum og voru þrír handteknir. Mikil óánægja ríkir enn á meðal innflytjenda í landinu vegna bágra kjara og óttast lögreglan óeirðir á borð við þær sem brutust út fyrr á árinu þar sem kveikt var í verslunum og fyrirtækjum víðs vegar um borgina. Atvinnuleysi meðal ungra innflytjenda er mikið í Frakklandi en ríkisstjórnin hefur þó lofað úrbótum í málinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×