Erlent

Fæddist með þrjá handleggi

Læknar á barnaspítala í Shanghai í Kína standa um þessar mundir frammi fyrir Jie-jie en hann fæddist með þrjá handleggi. Ekki kemur til greina að leyfa honum að halda öllum útlimunum því engin von er til að þeir geti allir þroskast eðlilega. Klemma læknanna felst hins vegar í þeirri staðreynd að þeir geta ekki almennilega greint á milli hvorum vinstri handlegg barnsins er ofaukið og því geta þeir ekki ákveðið hvorn þeirra á að fjarlægja. Jie-jie hefur auðvitað ekki hugmynd um þessar bollaleggingar, að minnsta kosti virtist hann með öllu áhyggjulaus þegar fréttamenn heimsóttu hann í morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×