Erlent

Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í Asíu

Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í mörgum löndum Asíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN AIDS sem fer með mál sjúkdómsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Í skýrslunni segir að um 8,3 milljónir manna séu smitaðar af HIV-veirunni í Asíu og að tveir þriðju þeirra séu í Indlandi. Þar með hefur Indland náð Suður-Afríku þar sem talið að um 5,7 milljónir manna séu smitaðar af veirunni en hingað til hefur verið talið að lang flestir smitaðra séu í Suður-Afríku



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×