Erlent

Loftárásir halda áfram í Sýrlandi og Írak

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd frá fyrri loftárásum á Kobane.
Mynd frá fyrri loftárásum á Kobane. Vísir/AFP
Bandarískar hersveitir gerðu þrettán loftárásir á hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í Sýrlandi og Írak í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hernum.

Átta sprengjum var varpað á bæinn Kobane, sem stendur nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Lengi hefur verið tekist á um Kobane og var greint frá því í gær að hersveitir Kúrda væru nálægt því að ná yfirráðum í bænum.

Fimm sprengjum var svo varpað nærri Sinjar og Mosul í Írak, samkvæmt yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Átök hefjast í Kobane að nýju

Talið var að varnarlið Kúrda hefði unnið bug á sókn liðsmanna Íslamska ríkisins, sem vilja ná landamærabænum á sitt vald.

Kúrdar vonast eftir frelsi

Miklir bardagar hafa geisað í Kobane undanfarnar vikur og talið er að um 600 manns hafi látið lífið.

Nítján látnir í mótmælum í Tyrklandi

Kúrdar hafa mótmælt á götum úti eftir að tyrknesk stjórnvöld neituðu að grípa til aðgerða til að bjarga borginni Kobane frá vígasveitum IS.

Sókn IS brotin á bak aftur

Útlit er fyrir að sókn hersveita Íslamska ríkisins að landamærabænum Kobane hafi verið stöðvuð í bili eftir ítrekaðar loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra.

Harðari átök í Kobane

Íslamska ríkið gerði fjórar sjálfsmorðsárásir á verjendur borgarinnar og féllu minnst 25.

Tyrkir leyfa Bandaríkjamönnum að nota flugvelli sína

Tyrkir hafa ákveðið að leyfa Bandaríkjamönnum að nota herflugvelli sína í baráttunni við ISIS samtökin í Sýrlandi. Tyrkir, sem eru í NATÓ, höfðu hingað til bannað Bandaríkjamönnum og þeim arabaþjóðum sem taka þátt í loftárásum á samtökin í Sýrlandi að nota flugvellina nema fyrir flutninga á hjálpargögnum.

Hersveitir Kúrda komnir til Kobane

Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin.

Gerðu loftárásir við Kobane

Loftárásirnar hófust seint í gærkvöldi um sama leiti og vopnaðar sveitir Kúrda ráku vígamenn IS úr austurhluta borgarinnar.

Heimila Írökum að aðstoða Kúrda í Kobane

Tyrknesk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila för írakskra Kúrda yfir sýrlensku landamærin til að leggja baráttunni gegn liðsmönnum ISIS í borginni Kobane lið.

Kúrdar tala fyrir daufum eyrum

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands.

Hertar árásir á Isis

Bandaríkjamenn og arabískir bandamenn þeirra hafa sett aukinn kraft í loftárásir sínar á meðlimi hins Íslamska ríkis í Sýrlandi sem þjarma nú að borginni Kobane við tyrknesku landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×