Erlent

Rýma dóms­hús vegna sprengju­hótunar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur girt af svæði í kringum dómshúsið.
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur girt af svæði í kringum dómshúsið. Getty

Búið er að rýma dómshús Eystri landsréttar í Kaupmannahöfn í Danmörku vegna sprengjuhótunar.

Lögregla í Kaupmannahöfn greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

„Við grípum til allra nauðsynlegra varúðarráðstafana og erum búin að girða af svæði þannig að almenningi stafar ekki hætta af. Við vinnum saman með öllum viðeigandi viðbraðgsaðilum og munum koma með frekari upplýsingar eftir því sem líður.“

Í DR segir að búið sé að hafa samband við Kaupmannahafnarlögreglu og að ekki sé hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×