Fleiri fréttir

Rústuðu H&M verslunum í mótmælaskyni

Lögregla í Suður-Afríku skaut gúmmíkúlum til þess að dreifa hópum mótmælenda sem mótmæltu fyrir utan búðir sænska verslunarrisans H&M í Jóhannesarborg.

Sameinast undir nafni Sahara

Framleiðslufyrirtækið Silent og samfélagsmiðlafyrirtækið Sahara hafa sameinast undir nafni Sahara.

Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni

Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda þegar það á annað flug með sama félagi heim. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir skilmálana til endurskoðunar.

Fær að halda dælunum gangandi um sinn

Kaupmaðurinn Bjarni Har, á Sauðárkróki, fær að halda eldsneytisdælum við verslun sína gangandi um sinn. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra aflétti takmörkunum sem hún hafði sett en dælurnar eru ekki í samræmi við reglugerðir. Olís leitar nú logandi ljósi að lóð fyrir nýjar dælur í bænum.

Gjaldeyrisforði minnkaði og krónan veiktist um 0,7 prósent

Gengi krónunnar veiktist um 0,7 prósent frá upphafi og til loka 2017 og dróst velta á millibankamarkaði saman um 42 prósent frá fyrra ári. Þá minnkaði gjaldeyrisforði vegna uppgreiðslu á erlendum lánum ríkissjóðs og kaupa á aflandskrónueignum.

Þúsund efnamestu eiga nær allt

Þúsund eignamestu einstaklingarnir í íslensku viðskiptalífi eiga nærri allt eigið fé einstaklinga í íslenskum fyrirtækjum, eða yfir 98 prósent.

Vöruskiptahalli aldrei meiri í krónum talið

Vöruskiptahalli var 172 milljarðar í fyrra en samt er útlit fyrir um 100 milljarða viðskiptaafgang. Innflutningur neysluvara hefur aukist mikið. Hagfræðingur segir aukna skuldsetningu heimila aðeins skýra hluta af vexti einkaneyslu.

Eva Sóley ný í stjórn Júpíter

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir var kjörin í stjórn Júpíter rekstrarfélags á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum.

Spá því að EBITDA Haga lækki um 39 prósent

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að rekstrarhagnaður verslunarfélagsins Haga fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi numið 850 milljónum króna á rekstrartímabilinu 1. september til 30. nóvember í fyrra

Eigendur Egils Árnasonar og Harðviðarvals skoða sölu

Eigendur verslananna Egils Árnasonar og Harð­viðarvals skoða nú mögulega sölu á fyrirtækjunum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þeir leitað til verðbréfafyrirtækisins Arctica­ Finance­ til þess að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á fyrirtækjunum.

Magnús Kristinsson kaupir í Kviku banka

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur fjárfest í Kviku banka en félagið Q44, sem er í eigu Magnúsar og fjölskyldu í gegnum Fjárfestingarfélagið Blik ehf., gekk nýlega frá kaupum á 1,25 prósenta hlut í fjárfestingabankanum.

Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut

Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut.

Borgin greiðir 14,6 milljarða til Brúar lífeyrissjóðs

Reykjavíkurborg greiddi Brú lífeyrissjóði 14,6 milljarða króna undir lok síðasta árs til að gera upp áfallnar lífeyrisskuldbindingar upp á 3,5 milljarða og áætlaðar framtíðarskuldbindingar upp á 10 milljarða. Þá var lagt framlag í varúðarsjóð upp á einn milljarð.

Taka umdeilda peysu úr sölu eftir harða gagnrýni stjarnanna

Forsvarsmenn H&M hafa í kjölfar harðra viðbragða beðist afsökunar og tekið peysuna og auglýsinguna úr umferð. Anna Margrét Gunnarsdóttir, markaðstengill H&M staðfesti það í samtali við RÚV og segir fyrirtækið harma auglýsinguna.

Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar

Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Brynja í stjórn Fossa markaða

Brynja Baldursdóttir var kjörin í stjórn Fossa markaða á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum.

Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum

Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun.

Nítján milljarða greiðsla ríkissjóðs inn á lífeyrisskuldbindingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti 30. desember síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir