Viðskipti innlent

Sæmundur Sæmundsson nýr forstjóri Borgunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sæmundur Sæmundsson.
Sæmundur Sæmundsson.

Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Borgunar hf. og tekur hann til starfa hjá fyrirtækinu á morgun. Sæmundur tekur við af Hauki Oddssyni, sem sagði upp störfum á síðasta ári eftir tíu ára starf og í framhaldi var staða forstjóra auglýst laus til umsóknar.

„Sæmundur er öflugur leiðtogi með víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og góða þekkingu á fjármálamarkaði. Algjör einhugur var í stjórn Borgunar hf. um ráðningu hans og við hlökkum til samstarfs við hann í framtíðinni ,“ segir Erlendur Magnússon, stjórnarformaður Borgunar hf. í tilkynningu.

Hann var síðast framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Sjóvá og þar áður forstjóri Teris. Í tilkynningunni segir einnig að Sæmundur hafi setið í fjölmörgum sérfræðinefndum fjármálafyrirtækja og hafi verið stjórnarformaður Auðkennis.

Sæmundur er tölvunarfræðingur frá University of Texas í Bandaríkjunum og hefur að auki umtalsverða reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stjórnunar og hugbúnaðarþróunar.

„Borgun er spennandi fyrirtæki á síbreytilegum og ört vaxandi markaði. Hjá fyrirtækinu starfar stór hópur af afar hæfu starfsfólki og ég hlakka mikið til að starfa með því að verkefnum framtíðarinnar,“ segir Sæmundur í tilkynningunni.

Sæmundur er kvæntur Margréti Völu Kristjánsdóttur, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og eiga þau þrjá syni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.