Viðskipti innlent

Eigendur Atlantsolíu setja félagið í formlegt söluferli

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu.
Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. Vísir/Anton Brink

Eigendur olíufélagsins Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir fjárfestar sýnt félaginu áhuga.

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið hafi verið sett í formlegt söluferli. Vonast hún til þess að málin skýrist frekar í næsta mánuði. Að öðru leyti segist hún ekki geta tjáð sig um söluferlið á þessari stundu. Ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hefur umsjón með ferlinu.

Eigendur Atlantsolíu, sem er minnsta olíufélagið á íslenska markaðinum, eru Guðmundur Kjærne­sted og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose. Atlantsolía var stofnuð sumarið 2002 og var fyrsta bensínstöð félagsins opnuð ári síðar.

Greint var frá því í Markaðinum í október á síðasta ári að eigendurnir könnuðu mögulega sölu á öllu hlutafé félagsins. Það kæmi til vegna áhuga sem innlendir fjárfestar hefðu sýnt því.

Hagnaður Atlantsolíu árið 2016 nam rúmlega 203 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 50 milljónir árið áður. Heildarvelta félagsins dróst hins vegar saman um 680 milljónir og var samtals 4.638 milljónir í fyrra.


Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.