Viðskipti innlent

Eva Sóley ný í stjórn Júpíter

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania á Íslandi.
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania á Íslandi. kvika

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir var kjörin í stjórn Júpíter rekstrarfélags á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum.

Í tilkynningu frá Kviku, sem stofnaði Júpíter árið 2006, kemur fram að Eva starfi sem framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania á Íslandi.

„Eva var áður forstöðumaður á fjármálasviði hjá Össuri, en starfaði áður lengst af hjá Kaupþingi, meðal annars í fjárstýringu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf og síðast í stöðu fjármálastjóra. Þá situr hún í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands, var um tíma varaformaður stjórnar Landsbankans og sat í stjórn Skeljungs.

Eva Sóley er með B.Sc. í hagverkfræði og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia University í New York.

Um Júpíter rekstrarfélag hf.
Júpíter sérhæfir sig í stýringu fjármuna og starfrækir úrval skuldabréfa-, lausafjár- og hlutabréfasjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið rekur einnig blandaða sjóði og fagfjárfestasjóði. Fjárfestar í sjóðum félagsins eru einstaklingar, fyrirtæki, lífeyrissjóðir og sjóðir annarra rekstrarfélaga,“ segir í tilkynningunni frá Kviku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.