Viðskipti erlent

Taka umdeilda peysu úr sölu eftir harða gagnrýni stjarnanna

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Hér má sjá skjáskot af auglýsingunni umdeildu.
Hér má sjá skjáskot af auglýsingunni umdeildu. skjáskot

Sænski tískurisinn H&M hefur sætt harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingu sem sýnir þeldökkan ungan dreng í hettupeysu með áletruninni „svalasti apinn í frumskóginum“ (Coolest monkey in the jungle).

Hefur fjöldi fólks, þar á meðal stjörnur úr íþrótta- og tónlistarheiminum, sakað fyrirtækið um rasisma. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Abel Tesfaye, betur þekktur sem The Weeknd. Gaf hann það út á Twitter-síðu sinni að hann væri hættur að sitja fyrir í auglýsingum fyrirtækisins vegna þessa.Þá birti Romelu Lukaku, belgískur framherji knattspyrnufélagsins Manchester United, mynd á Instagram-síðu sinni þar sem áletruninni hefur verið breytt. Segir Lukaku að drengurinn í peysunni sé prins sem brátt verði konungur.

Körfuboltastjarnan LeBron James birtir mynd í svipuðum dúr á Instagram-síðu sína þar sem hann hvetur drenginn til þess að bera höfuðið hátt og segir að hann sé „ungur konungur“. Þá segir James, sem lengi hefur verið ötull baráttumaður þeldökkra, að ekki sé hægt að bjóða upp á þá framkomu sem H&M sýnir með auglýsingunni.
Forsvarsmenn H&M hafa í kjölfar harðra viðbragða beðist afsökunar og tekið peysuna og auglýsinguna úr umferð. Anna Margrét Gunnarsdóttir, markaðstengill H&M staðfesti það í samtali við RÚV og segir hún fyrirtækið harma auglýsinguna.

H&M


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836