Viðskipti innlent

Sveinn nýr fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sveinn H. Guðmarsson.
Sveinn H. Guðmarsson.

Sveinn H. Guðmarsson hefur verið ráðinn fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var á umsækjendur í dag. Alls sóttu 75 manns um starfið.

Sveinn hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar síðan í desember 2016. Þar áður starfaði hann lengi hjá fréttastofu RÚV, auk þess sem hann sinnti þar öðrum verkefnum.

Urður Gunnarsdóttir hefur gegnt stöðunni frá ársbyrjun 2008 en hún mun taka við nýrri stöðu innan ráðuneytisins. Mun hún sinna verkefnum tengdum upplýsingum og greiningu á utanríkismálum.

Fjölmiðlafulltrúi ber ábyrgð á fjölmiðlatengslum, samfélagsmiðlum og ritstýrir vef ráðuneytisins. Umsóknarfrestur var til 13. nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
0,97
1
303
ICEAIR
0,84
12
126.956
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578
GRND
0
1
245

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836