Viðskipti erlent

Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði

Kjartan Kjartansson skrifar
Samfélag dogecoin-eigenda styrktu ökumann í NASCAR-kappakstrinum. Auglýsingin skartaði shiba inu-hundinum úr netminni.
Samfélag dogecoin-eigenda styrktu ökumann í NASCAR-kappakstrinum. Auglýsingin skartaði shiba inu-hundinum úr netminni. Vísir/AFP
Markaðsvirði rafmyntarinnar Dogecoin sem var stofnuð í gríni fyrir nokkrum árum og er nefnd eftir þekktu netminni [e. meme] náði um tveimur milljörðum dollara um helgina. Tvöfaldaðist virði myntarinnar á skömmum tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Mikið rafmyntaræði hefur gripið um sig hjá fjárfestum undanfarið sem hefur best sést í stórfelldum hækkunum í virði rafmyntarinnar bitcoin. Það virðist ástæða þess að dogecoin hefur nú rokið upp í verðmæti.

Dogecoin var upphaflega ætlað að gera grín að Bitcoin og var þar til nýlega aðeins þekkt innan lítils hóps áhugamanna. Rafmyntin hefur aðallega vakið athygli í tengslum við íþróttir en þar hefur dogecoin-samfélagið meðal annars styrkt ökumann í bandaríska NASCAR-kappakstrinum og bobbsleðalið Jamaíka.

Doge var vinsælt minni á netinu fyrir nokkrum árum.Knowyourmeme.com
Myntin er kennd við netminnið „doge“. Það fólst í mynd af hundi af japönsku tegundinni shiba inu og  með fylgdi ýmsar málfræðilega ótækar setningar.

Þrátt fyrir uppganginn nú er virði Dogecoin margfalt minna en Bitcoin. Núverandi markaðsvirði Bitcoin er áætlað um 270 milljarðar Bandaríkjadollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×