Viðskipti innlent

Spá því að EBITDA Haga lækki um 39 prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. Vísir/Eyþór

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að rekstrarhagnaður verslunarfélagsins Haga fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi numið 850 milljónum króna á rekstrartímabilinu 1. september til 30. nóvember í fyrra og dregist þannig saman um 39 prósent frá fyrra ári. Er það svipaður samdráttur og á öðrum fjórðungi rekstrarárs félagsins.

Stjórnendur Haga munu birta uppgjör fyrir þriðja fjórðung rekstrarársins á morgun. Greinendur Landsbankans spá því að sala félagsins hafi verið ríflega 17 milljarðar króna á þriðja fjórðungi rekstrarársins en til samanburðar var hún tæpir 19 milljarðar á sama tímabili árið 2016. Gera þeir auk þess ráð fyrir að hagnaður Haga hafi verið 507 milljónir króna á þriðja fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs, eða þrjú prósent af sölu, en hann var 874 milljónir, eða 4,6 prósent af sölu, á þriðja fjórðungi rekstrarársins 2016.

Fram kemur í afkomuspá hagfræðideildarinnar að samkeppni á markaðinum sé enn hörð vegna umsvifa Costco og telja sérfræðingar bankans að ekki verði grundvallarbreyting þar á. Mesti samdrátturinn í sölu Haga er þó að mati sérfræðinganna yfirstaðinn. Engu að síður megi áfram búast við að salan dragist saman og verði um 10 prósentum lægri á þriðja fjórðungi rekstrar­ársins en á sama fjórðungi árið 2016.

Greinendur bankans gera ráð fyrir að launakostnaður hafi haldið áfram að hækka á þriðja fjórðungi vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og þenslu á vinnumarkaði. Á móti hafi annar rekstrarkostnaður dregist saman vegna lokana verslana. Líklegt sé að fermetrum fyrirtækisins haldi áfram að fækka á komandi misserum.


Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.