Viðskipti innlent

Fluttu 2,8 milljónir farþega á síðasta ári

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Er gert ráð fyrir að um 3,7 milljónir farþega muni ferðast með WOW air árið 2018.
Er gert ráð fyrir að um 3,7 milljónir farþega muni ferðast með WOW air árið 2018. Vísir/Vilhelm

Árið 2017 flutti WOW air rúmlega 2,8 milljónir farþega en það er 69 prósent fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2017 var 88 prósent sem er sú sama og árið 2016.

Þá flutti félagið 214 þúsund farþega til og frá landinu í desember eða um 23 prósent fleiri farþega en í desember árið 2016. Sætanýting í desember var 88 prósent en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 86 prósent.

Í tilkynningu frá félaginu segir að flugflotinn verði 24 þotur í lok árs 2018 en félagið mun taka á móti sjö glænýjum þotum á árinu, þar af þremur innan örfárra mánaða. Tvær Airbus A321ceo, ein Airbus A321neo og fjórar breiðþotur Airbus A330-300neo en WOW air verður annað flugfélagið í heiminum til að taka á móti slíkum breiðþotum.

Þá segir að þessar þotur séu næsta kynslóð Airbus A330 breiðþotna og eru þær sparneytnari en sambærirlegar breiðþotur annarra framleiðenda þökk sé meðal annars nýjum vængbúnaði sem hámarkar loftstreymisnýtni.

Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að félagið hafi aldrei verið betur í stakk búið að ráða við áframhaldandi vöxt og er gert ráð fyrir að um 3,7 milljónir farþega muni ferðast með þeim árið 2018.

Á árinu mun WOW air bæta við sig áætlunarflugi til Detroit, Cleveland, Cincinnati, St.Louis og Dallas. Félagið mun þá fljúga til 15 áfangastaða í Norður-Ameríku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.