Viðskipti innlent

Þúsund efnamestu eiga nær allt

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Þá eiga hundrað efnamestu 64,9 prósent en fimm hundruð efnamestu 89,3 prósent eigið fé.
Þá eiga hundrað efnamestu 64,9 prósent en fimm hundruð efnamestu 89,3 prósent eigið fé. vísir/valli

Þúsund eignamestu einstaklingarnir í íslensku viðskiptalífi eiga nærri allt eigið fé einstaklinga í íslenskum fyrirtækjum, eða yfir 98 prósent. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Creditinfo fyrir ViðskiptaMoggann í dag.

Það má því segja að fyrir utan það sem stofnanafjárfestar halda á, þá eigi um 0,3 prósent Íslendinga nær öll íslensk fyrirtæki.

Þá kemur einnig fram í úttektinni að meira en helmingur alls eigin fjár í eigu einstaklinga sé í höndum einungis fimmtíu aðila, eða 53,4 prósent. Er þar um að ræða tæplega 650 milljarða króna eignarhlut í bókfærðu eigin fé.

Enn fremur benda upplýsingar úr gögnum Creditinfo, sem unnar eru upp úr 31 þúsund íslenskum fyrirtækjum, á að tíu eignamestu einstaklingarnir eiga 31,5 prósent af öllu eigin fé einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Þá eiga hundrað efnamestu 64,9 prósent en fimm hundruð efnamestu 89,3 prósent.

Tölurnar sem unnið er með undanskilja eignir lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta og var sú virkni notuð í kerfum Creditinfo að rýna í endanlega eigendur allra íslenskra fyrirtækja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.