Fleiri fréttir

Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni

Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum.

Ingólfur Bender til Samtaka iðnaðarins

Ingólfur Bender, sem var áður aðalhagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka, hefur verið ráðinn hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), samkvæmt heimildum Vísis.

Versta afkoma álvers Norðuráls frá upphafi

Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með um 2,4 milljarða króna tapi í fyrra. Tekjur fyrirtækisins drógust saman enda álverð ekki verið lægra síðan 2003. Forstjórinn bendir á að verðið hafi hækkað um 20 prósent frá áramótum

Félag stjórnarformanns TM hagnast um 300 milljónir

Fjárfestingafélag í eigu Örvars Kærnested, stjórnarformanns Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hagnaðist um 305 milljónir króna á árinu 2016, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi Riverside Capital.

Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða

Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið.

Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað

Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna.

Leiðir skilja hjá Toyota og Tesla

Bílaframleiðandinn Toyota hefur slitið samstarfi sínu við rafmagnsbílafyrirtækið Tesla. Stefnir Toyota á að hefja sína eigin þróun á rafbílum.

Vilja styrkja starfsemi í Kína

Stjórnendur líftæknifélagsins WuXi NextCODE funda um þessar mundir með mögulegum fjárfestum, en heimildir Reuters herma að fjárfestingarsjóðirnir Hillhouse Capital og Sequoia Capital hafi sýnt áhuga á að fjárfesta í félaginu, sem Hannes Smárason stýrir.

Velta Costco meiri en Bónuss

Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft.

Benedikt Sigurðsson ráðinn upplýsingafulltrúi SFS

Benedikt Sigurðsson, sem var meðal annars aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), samkvæmt heimildum Vísis.

Bláa lónið verður opið fram yfir miðnætti

Opnunartími Bláa lónsins hefur verið lengdur til hálf tólf á kvöldin og síðar í sumar verður opið til hálf eitt að nóttu. Þetta staðfestir Már Másson, yfirmaður markaðsmála hjá Bláa lóninu.

Margfaldi útflutning sjávarafurða

Sjálfstæða rannsóknastofnunin Sintef segir í skýrslu sinni að Norðmenn þurfi að grípa til 50 aðgerða til að margfalda útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða. Þeir þurfi að veiða og flytja út nýjar tegundir.

Sjá næstu 50 fréttir