Samstarf

VÍS gefið yfir 1.100 fjöl­skyldum barnabílspegla í sængurgjöf

VÍS
Barnabílspeglarnir eru aðgengilegir nýbökuðum foreldrum í VÍS appinu
Barnabílspeglarnir eru aðgengilegir nýbökuðum foreldrum í VÍS appinu

Tryggingafélagið VÍS hefur nú í um tvö ár gefið yfir 1.100 fjölskyldum barnabílspegla í sængurgjöf. Hugmyndin kemur upphaflega frá viðskiptavinum félagsins.

„Við viljum auðvelda nýbökuðum foreldrum að hafa augun á því sem skiptir mestu máli í þeirra lífi. Það er að mörgu að huga á fyrstu dögunum þegar barn bætist í fjölskylduna og barnabílspeglar eru ekki endilega efst á listanum hjá mörgum. Þess vegna ákváðum við að bjóða nýbökuðum foreldrum í viðskiptum hjá okkur barnabílspegla," segir Ingibjörg Ásdís, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS.

Ingibjörg Ásdís, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS.
„Það er auðvitað mjög ánægjulegt að geta aukið öryggi skemmtilegustu ferðafélagana í umferðinni með þessum hætti en þessi hugmynd kemur upphaflega frá viðskiptavinum okkar.“ 

Höfum augun á því mikilvægasta í lífinu

„Mælt er með því að barn sé í bakvísandi barnabílstól fram til þriggja til fjögurra ára aldurs. Barnabílspegill auðveldar foreldrum að hafa augun á barninu í slíkum stól og eiga í samskiptum það. Spegillinn minnkar einnig líkur á truflun í akstri þar sem ekki þarf að snúa sér við til að athuga með barnið eða eiga í samskiptum við það,” segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS.

Tilboð og gjafir í VÍS appinu

Barnabílspeglarnir eru aðgengilegir nýbökuðum foreldrum í VÍS appinu ásamt fjölda annarra öryggisgjafa sem viðskiptavini geta óskað eftir. Þar má einnig finna tilboð og afslætti á vörum og þjónustu samstarfsaðila VÍS.

„Við viljum sýna á einum stað allt það sem við höfum upp á að bjóða svo viðskiptavinir geti með auðveldum hætti fundið öryggisvörur sem henta hverju sinni eða nýtt þau tilboð sem við höfum aflað fyrir þá. Hvort sem það eru endurskinsmerki, framrúðuplástrar eða góð tilboð á dekkjum, barnabílstólum eða snjallöryggiskerfum, þá er það að finna Í VÍS appinu“ segir Ingibjörg enn fremur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×