Viðskipti innlent

Gísli ráðinn framkvæmdastjóri MainManager

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Heimisson.
Gísli Heimisson. MainManager
Gísli Heimisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri MainManager ehf.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Gísli hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, verið framkvæmdastjóri banka- og rekstrarsviðs MP banka til vors 2015 og áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Glitni banka.

„Gísli hefur áralanga reynslu af upplýsingatæknimálum og stjórnun þeirra, bæði sem kaupandi og seljandi. Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.

Gísli er 59 ára gamall verkfræðingur Msc. frá Danmarks Tekniske Universitet. Hann er kvæntur Þorgerði Ragnarsdóttur hjúkrunarfræðingi.“

MainManager ehf. er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar hugbúnaðinn MainManager fyrir skandinavískan markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×