Viðskipti innlent

Nýtt íslenskt app þar sem vinir búa til „eitthvað skemmtilegt“ saman komið út

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ari Eldjárn opnaði appið í beinni á FM 957 í gær.
Ari Eldjárn opnaði appið í beinni á FM 957 í gær. Vísir/GVA

Íslenska appið Skroll er komið út í App Store fyrir iPhone. Appið var „opnað“ með pompi og prakt í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun.

Skroll hefur verið í þróun í nokkur ár. Það var hannað með það í huga að búa til tól sem hentar þeim sem eru að skapa - og fyrir þá sem vilja njóta slíks efnis, að því er segir í tilkynningu frá Fronkensteen, fyrirtækinu að baki Skroll.

Skroll er app þar sem vinir geta búið til eitthvað skemmtilegt saman, líkt og það er orðað í tilkynningunni. Í sameiningu er hægt að skapa myndbrot og búa til heil myndbönd sem kallast „thing“ Þau geta verið áskoranir, leikir, spuni, sketsar eða hvað sem er. Einu takmörkin liggja hjá notendum appsins.

Hægt er að setja fram stutt myndbönd og bjóða öðrum að bæta eigin myndböndum við en heildin spilast svo sem eitt myndband.

Skroll er til fyrir iPhone og kemur síðar fyrir Android en notendur Android-tækja geta skrifað fylgst með á skroll.is

Skroll fer á markað í Bandaríkjunum í haust. Heyra má meira um appið í spilaranum hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.