Fleiri fréttir

Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár

Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg.

Friðjón Þórðarson til GAMMA

Friðjón Þórðarson, sem starfaði meðal annars sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar Virðingar á árunum 2007 til 2008, hefur verið ráðinn til GAMMA Capital Management.

Óska eftir tilboðum í allt hlutafé Cintamani

Sænska fjármálafyrirtækið Beringer Finance sendi út fjárfestakynningu fyrir hönd eigenda Cintamani. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rennur út í lok júní. Formlegt söluferli ekki hafið að sögn framkvæmdastjórans.

Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu

Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot.

Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára

Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu.

Sextán íslenskir veitingastaðir á norrænum topplista

Sextán íslenskir veitingastaðir hafa verið valdir á lista White Guide Nordic, yfirgripsmikinn leiðarvísi yfir norræna matreiðslu. Umfjöllun í White Guide Nordic þykir mikill heiður í veitingabransanum en leiðarvísirinn hefur um 80 matargagnrýnendur á sínum snærum.

Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco

Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco.

Góðir tímar í Noregi

Gylfi Hauksson dvaldi um eins árs skeið í Noregi þar sem hann kom að fjölbreyttum verkefnum.

Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis.

WOW air opnar hjólaleigu í Reykjavík

Átta hjólastöðvar með 100 hjólum verða settar upp í eða við miðbæ Reykjavíkur og hægt verður að skila hjólinu á hvaða stöð sem er óháð því hvar það er leigt.

900 milljarðar í skattaskjólum

320 ríkustu fjölskyldurnar í Danmörku hafa falið 60 milljarða danskra króna eða um 900 milljarða íslenskra króna í skattaskjólum.

Minni verðbólga vegna Costco

Óbeinna áhrifa af opnun Costco gætir í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Um þetta eru hagfræðingar greiningardeildar Arion banka og hagfræðideildar Landsbankans sammála.

Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér.

Sbarro opnar tímabundið í Leifsstöð

Veitingastaðurinn Sbarro, sem meðal annars hefur útibú í Kringlunni og Smáralind, hefur verið valinn í tímabundið veitingarými sem sett verður upp í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í sumar.

Græðum meira en aðrir á Airbnb

Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari.

Kjarninn og hismið

Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet.

Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám

Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum.

Kíkt í körfur í Costco

Þó að sumir hafi gengið út úr Costco með þvottavél og þurrkara, sjónvarp og garðhúsgögn, voru flestir í röðinni með mat og aðrar smávörur. Fréttablaðið fór í röðina og kannaði innkaupakörfurnar og hvað í þeim leyndist enda margir að upplifa ákveðna fjársjóðsleit.

Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun

Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma

Færeyingar finna þefinn af olíunni

Færeyingar hafa sett í gang fjórða olíuleitarútboðið í sögu eyjanna. Þegar hafa níu olíubrunnar verið boraðir í lögsögu Færeyja.

Sjá næstu 50 fréttir