Viðskipti innlent

Gjaldeyrissjálfsali opinn í Kringlunni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gjaldeyrishraðbanki Arion banka er í Kringlunni.
Gjaldeyrishraðbanki Arion banka er í Kringlunni. Vísir/ernir
Arion banki hefur sett upp hraðbanka í Kringlunni sem afgreiðir evrur, pund, dollara og danskar krónur. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segist ekki vita um að aðra slíka á Íslandi utan Leifsstöðvar.

Haraldur segir fyrstu viðbrögð við nýja gjaldeyrishraðbankanum í útibúinu í Kringlunni hafa verið mjög jákvæð. „Við höfum góða reynslu af gjaldeyrishraðbönkum þar sem við starfrækjum fjölmarga slíka á Keflavíkurflugvelli.

Þessi fyrstu viðbrögð koma okkur því ekki á óvart,“ segir hann. Viðskiptavinir vilji geta sinnt sínum fjármálum á þeim tíma dagsins sem þeim henti og verið sé að bregðast við því. „Hraðbankar eru opnir utan hefðbundins opnunartíma útibúa og ákveðin þægindi fólgin í því að geta sótt gjaldeyri í hraðbanka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×