Viðskipti innlent

Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða

Haraldur Guðmundsson skrifar
Heildarstærð íslenska leigumarkaðarins er um 29.000 íbúðir.
Heildarstærð íslenska leigumarkaðarins er um 29.000 íbúðir. Vísir/Anton Brink

Almenna leigufélagið, sem á um 1.300 íbúðir, metur fasteignasafn sitt á um 38 milljarða. Íbúðir Heimavalla eru metnar á um 41 milljarð en frekari kaup á fasteignum á þessu ári, til viðbótar við þær 2.020 sem þetta stærsta leigufélag landsins á, gætu aukið virði eignasafnsins í 50 milljarða.

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Almenna leigufélagsins, sem er í eigu sjóðs í stýringu hjá Gamma, voru íbúðir þess metnar á 29,8 milljarða í árslok 2016. Í lok mars samþykkti Samkeppniseftirlitið svo kaup félagsins á BK eignum ehf. og runnu þá 360 fasteignir í eignasafnið til viðbótar.

„Við höfum engin plön um að stækka félagið enda er það í þægilegri stærð varðandi endurfjármögnun og skráningu á markað,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins.  

Heimavellir leigja út, eða hafa í byggingu, um 2.020 íbúðir. Horft er til að íbúðum þess á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 400 á næstu tveimur árum. Félagið var rekið með 2.061 milljónar króna hagnaði í fyrra og átti fasteignir upp á 40,7 milljarða. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er stefnt að frekari stækkun eignasafnsins þannig að það muni við lok árs nema nær 50 milljörðum. Stækkun Heimavalla hefur líkt og hjá Almenna leigufélaginu byggt að miklu leyti á sameiningu við önnur leigufélög og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði. 

Áður en Almenna leigufélagið keypti BK eignir hafði það sameinast Leigufélaginu Kletti sem Íbúða­lánasjóður seldi í fyrra og eignaðist þá þær 450 íbúðir sem í Kletti voru. Bæði leigufélögin eiga fasteignir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 
Heimavellir keyptu í fyrra leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú í Reykjanesbæ og bættu þá við sig 716 íbúðum í Keflavík. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.