Fleiri fréttir

Sólríkir hveitibrauðsdagar

Nýgift hjón fagna gjarnan ástinni með því að fara í skemmtiferð út fyrir landsteinana á hveitibrauðsdögunum. Sólríkir staðir eru vinsælir, gríska eyjan Myk­onos og Seychelles-eyjar þykja til dæmis fullkomnir áfangastaðir fyrir ástfangin pör.

Beint frá Feneyjum í fjárhúsin

Á laugardaginn verður opnuð sýning í fjárhúsunum að Kleifum á Blönduósi þar sem stór nöfn í myndlist sýna vídeóverk. Finnur Arnar er á meðal þeirra sem standa að sýningunni.

Hugrakkur víkingur í glitrandi tangóskóm

Helen "la Vikinga“ Halldórsdóttir er fumlaus ævintýrakona sem hefur brotið blað í tísku og takti tangós í hjarta hans, Argentínu. Hún býður upp í hinsegin tangó í kvöld.

Íhugar að eignast barn með gjafasæði

Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum.

Alltaf leitað í minningar

Listamaðurinn Sigurþór Jakobsson hefur sett upp málverkasýningu að Vesturgötu 7 í Reykjavík í tilefni 75 ára afmælis. Sýningin teygir sig frá anddyri upp á efstu hæð.

Bréf Tupac til Madonnu verður ekki boðið upp

Fyrirtækið sem hafði hlutina á uppboði sendi frá sér yfirlýsingu vegna afskipta Madonnu og sagði hana einungis hafa það að ásetningi að ata orðspor fyrirtækisins og Darlene Lutz auri.

Birtu nektarmyndir með fréttum af fyrsta kvenkyns Doktornum

Bresku miðlarnir The Sun og Mail Online sæta nú harðri gagnrýni eftir að þeir birtu nektarmyndir af leikkonunni Jodie Whittaker með fréttum af því að hún taki við hlutverki Doktorsins í bresku þáttunum Doctor Who.

 Klisjur sem virkuðu

Mínímalísk tónlist, væmin og klisjukennd en snyrtilega sett fram; flutningurinn var magnaður og útsetningarnar flottar.

Skólavörðuholt var Skipton Hill

Pimple Hill og Handle Ridge eru meðal fjölmargra örnefna á höfuð­borgarsvæðinu sem hernámsliðin bjuggu til og merktu inn á kort. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur veit allt um þau.

Skilyrði fyrir hlaupavinina að vera með góðan húmor

Parið Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba, og Karl Sigurðsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vini sínum, leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem glímir við krabbamein.

Fyrsta platan komin út eftir fimm ára starfsemi

Hljómsveitin Milkhouse var að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Bandið hefur verið starfandi í fimm ár þrátt fyrir frekar ungan aldur hljómsveitarmeðlima en þau eru öll fædd árið 1996.

Gaf líf sitt og sál í fótboltann

Elfa Björk Erlingsdóttir var í farsælu liði Stjörnunnar á sínum tíma, keppti fyrir Íslands hönd og fékk námsstyrk við háskóla í Bandaríkjunum út á fótboltann. Hún er á leið til Hollands að fylgjast með stelpunum okkar keppa á EM í Hollandi.

Frá geðrofsröskunum til barnauppeldis og hundagöngu

Styrkár Hallsson er ráðgjafi og verkefnastjóri hjá sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala við Elliðavog, en þar er einkum ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við fíknivanda og geðrofsraskanir.

Fólk oft hissa að sjá unga konu með harmóníku

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir er 21 árs og spilar á harmóníku. Hún segir margt fólk verða hissa þegar það sér unga konu spila á harmóníku enda tengir fólk hljóðfærið gjarnan við gömlu danslögin. En að sögn Ástu er hægt að spila afar fjölbreytt tónlist á harmóníku.

Allir í strigaskóm og stuði

Það var mikið stuð á Sneakerballinu sem var haldið á laugardaginn í Gamla bíói. Frikki Dór, Herra Hnetusmjör, Joe Frazier, Sturla Atlas og fleiri tónlistarmenn tróðu upp fyrir pakkfullu húsi af fólki í strigaskóm en til að fá inngöngu á ballið þurfti að klæðast strigaskóm.

Stíllinn, hugmyndirnar og íslenska ullin

Sigrún Lára Shanko hlaut verðlaun alþjóðasamtaka uppfinninga- og frumkvöðlakvenna fyrir listaverk úr ull sem hún vinnur með flosnál að vopni. Innblástur fær hún úr íslensku landslagi og menningararfi.

Konan í dalnum komin aftur

Saga Moniku á Merkigili, Konan í dalnum og dæturnar sjö, eftir Guðmund G. Hagalín, er komin út aftur, svo er Bjarna Harðarsyni, bóksala á Selfossi, fyrir að þakka.

Sjá næstu 50 fréttir