Lífið

Mumford & Sons lokar Iceland Airwaves í ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Risastórt nafn í tónlistarheiminum kemur fram í Valshöllinni 5. nóvember.
Risastórt nafn í tónlistarheiminum kemur fram í Valshöllinni 5. nóvember.
Hljómsveitin Mumford & Sons kemur fram á Iceland Airwaves í ár og spilar sveitin í Valshöllinni 5. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónlistarhátíðarinnar.

Miðar verða afhendir armbandshöfum laugardaginn 4. nóvember og verður bara einn miði fyrir hvern armbandshafa en afhendingin mun fara fram í Bíó Paradís. 500 miðar verða seldir almenningi á tix.is og hefst miðasalan þriðjudaginn 25. júlí klukkan tíu.

Það verður breska mun loka tónlistarhátíðinni í ár en það þarf vart að kynna Mumford & Sons fyrir landsmönnum en hún hefur verið með vinsælustu hljómsveitum heimsins síðustu ár.

Plötur þeirra hafa selst í bílförmum út um allan heim en sveitin hefur sent frá sér þrjár plötur: Sigh No More (2009), Babel (2012) og Wilder Mind (2015). Helstu smellir Mumford eru: I will wait, The Cave, Little Lion Man og Belive.

Hljómsveitin þykir með allra bestu tónleikasveitum í heiminum í dag.

Hér að neðan má sjá heildarlista þeirra listamanna sem tilkynntir hafa verið á Iceland Airwaves 2017: Alexander Jarl / Aldous Harding (NZ) / Alvia Islandia / Ama Lou (UK) / Án / Andartak / ANWIYCTi (HK) / Arab Strap (SCO) / Ásgeir / Auður / aYia / Be Charlotte (SCO) / Benjamin Clementine (UK) / Between Mountains / Billy Bragg (UK) / Bistro Boy / Bonzai (UK) / Childhood (UK) / Cold / Cyber / Deep Throat Choir (UK) / Daniel OG (UK)  Emiliana Torrini & The Colorist (IS/BE) / Emmsje Gauti / Exos / Fleet Foxes (US) / For a Minor Reflection / Frank Murder / Futuregrapher / GDJYB (HK) / GKR / ГШ - Glintshake (RU) / Glowie / Gordi (AU) / Gróa / Guðrún Ýr / Gunnar Jónsson Collider / Gurr (DE) / Halldór Eldjárn / HAM / Hatari / Hildur / Hórmónar / Hugar / JFDR / Jo Goes Hunting (NL) / KÁ-AKÁ / Káryyn (US/SY) / Kelly Lee Owens (UK) / Kontinuum / Korter í Flog / Kælan Mikla / Lido Pimienta (CF) / Ljósvaki / Lonely Parade (CA) / Mahalia  (UK) / Mammút / Michael Kiwanuka (UK) / Mikko Joensuu (FI) / Milkywhale / Mumford & Sons (UK) / Mura Masa (UK) / Octal Industries / Óðinn / Ohm  / Omotrack / Ozy -DJ set / Phlegm / Pink Street Boys / Púlsvídd / RuGl / Röskva /Shame (UK) / Sigrid (NO) / SiGRÚN / Soffía Björg / Songhoy Blues (ML) / Stefflon Don (UK) / Sturla Atlas / Subminimal / Sycamore Tree / Tappi Tíkarrass / Thor / Tófa / Torres (US) / Une Misère / Vagabon (US) / Vector / Yagya / Nilüfer Yanya (UK) / Xylouris White (GR/AU)

Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Akureyri dagana 1. til 5. nóvember nk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×