Lífið

Stórbrotið myndband sýnir ferð bandarískra göngugarpa um Laugaveg og Fimmvörðuháls

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er ekki amalegt að ganga um á hálendi Íslands.
Það er ekki amalegt að ganga um á hálendi Íslands. skjáskot
Vinsældir þess að labba Laugaveginn og Fimmvörðuháls eru sífellt að aukast, bæði á meðal Íslendinga sem og ferðamanna.

Á dögunum lögðu bandarískir fjallgöngmenn land undir fót og héldu á þessar vinsælu slóðir en þeir tóku um mikið magn af myndefni á ferð sinni um hálendið.

Hér fyrir neðan má sjá virkilega fallegt klukkutíma langt myndband úr gönguferðinni þar sem íslensk náttúra nýtur sín til hins ítrasta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×