Lífið

Amy Schumer ritstýrir Vogue og Anna Wintour gerist uppistandari

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Amy Schumer fór heldur betur út fyrir sérsvið sitt. Það sama má segja um Önnu.
Amy Schumer fór heldur betur út fyrir sérsvið sitt. Það sama má segja um Önnu.
Amy Schumer er frægur grínist sem hefur heillað fólk um allan heim með hárbeyttum og oft á tíðum ansi grófum húmor. Anna Wintour er aðalritstjóri Vogue, eins vinsælasta tískublaðs í heimi. Hún er þekkt fyrir að vera fremur kuldaleg í fasi en ávallt með puttann á tískupúlsinum. Ólíkari manneskjur er vart hægt að ímynda sér. Eða hvað?

Vogue birti á dögunum myndband þar sem þær Anna og Amy skipta um starfsvettvang. Amy tekur við sem ritstýra Vogue og Anna gerist uppistandari.

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×