Lífið

Framleiðendur AGT minnast keppanda sem sló í gegn í áheyrnarprufunum en lést stuttu síðar í bílslysi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Átakanleg samantekt. Rogers var aðeins 29 ára þegar hann lést.
Átakanleg samantekt. Rogers var aðeins 29 ára þegar hann lést.
Þann 11. júní lést Brandon Rogers í skelfilegu bílslysi en hann mætti í áheyrnarprufu í America´s Got Talent fyrir stuttu.

Forsvarsmenn þáttanna tóku því þá ákvörðun að sýna áheyrnarprufuna en fjölskyldumeðlimir hans höfðu samband og var beðið um að minnast hans á þennan máta.  

Rogers fæddist 30. október 1987 og lést 11. júní. Hann starfaði sem læknir og töldu dómararnir að hann væri fyrsti læknirinn sem kæmi fram í þætti af þessari tegund.

Þessi 29 ára maðurinn mætti og sló rækilega gegn en hann fékk standandi lófaklapp frá öllum dómurunum fjórum. Hann flaug áfram og heillaði dómarana upp úr skónum sem og allan salinn. Hér að neðan má sjá samantekt framleiðenda America´s Got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×