Lífið

Þingkona tekur áskorun um að mæta í lundasokkabuxum í þingsal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sokkabuxunum á Facebook-síðu sinni í gær. Hún ætlar að taka áskorun um að skarta þeim í þingsal í haust.
Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sokkabuxunum á Facebook-síðu sinni í gær. Hún ætlar að taka áskorun um að skarta þeim í þingsal í haust.
Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst taka ansi skemmtilegri áskorun frá Nichole Leigh Mosty, þingkonu Bjartrar framtíðar, þegar Alþingi kemur saman í haust.

Áskorunin felst í því að mæta í forláta lundasokkabuxum til vinnu á þinginu en forsaga málsins er sú að í gærkvöldi deildi Hildur mynd af lundasokkabuxum á Facebook-síðu sinni og grínaðist með að hún hefði áhyggjur af því að við værum ekki að taka túrismann nógu langt.

Hildur mun án efa taka sig vel út í lundasokkabuxunum í þingsal í haust.vísir/stefán
Hildur segir í samtali við Vísi að Nichole hafi skorað eindregið á hana og maður skorist ekki undan slíkum áskorunum.

„Svo að ég mun mæta í lundasokkabuxunum í þingið einhvern tímann í haust - þannig að ég býst við því að þá að lokum verði þetta grín mitt á minn kostnað,“ segir Hildur létt í bragði.

Aðspurð hvar buxurnar góðu fáist segir Hildur að þær fáist í Stellu í Bankastrætinu á kostaprís.

„Þannig að þetta endar bara farsællega,“ segir þingkonan.


Tengdar fréttir

Í Batman-buxum í þingsal

Katrín Jakobsdóttir hefur skartað forláta Batman-buxum í fjárlagaumræðunni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×