Fleiri fréttir

Rooney segir Sanchez fullkominn fyrir United

Wayne Rooney, framherji Everton og fyrrverandi framherji Man. Utd, segir að sínu gömlu félagar munu líklega ekki ná Man. City á næstu árum. Hann telur þó að liðið hafi gert hárrétt í að ná í Alexis Sanchez.

Svanasöngur Conte á Vicarage Road?

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Antonio Conte, stjóra Chelsea, og svanasöngur hans gæti hafa verið á Vicarage Road í kvöld. Chelesa tapaði þar 4-1 í kvöld.

Maradona í Tottenham-treyju sem Kane gaf honum

Argentínumaðurinn Osvaldo Ardiles, fyrrum leikmaður og stjóri Tottenham, en einnig heimsmeistari með Argentínu birti í kvöld mynd af Diego Maradona í búningi Tottenham.

Messan: Körfuboltavöllur er minni en vítateigur

Hjörvar Hafliðason er brunnur af hinum ýmsa íþróttatengda fróðleik. Áhorfendur Messunnar á Stöð 2 Sport í gær fengu dropa úr brunninum þegar Hjörvar ákvað að fylla rólega stund í þættinum með skemmtilegum fróðleiksmola.

Clement: Sanches „skemmdari en ég hélt“

Fyrrum knattspyrnustjóri Swansea, Paul Clement, fékk Renato Sanches til Wales að láni frá Bayern Munich í sumar. Hann segir Sanches vera skemmdari en hann hélt.

„Frábær samvinna hjá dómurunum“

Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag.

Fer og Bony frá út tímabilið

Swansea komst upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í margar vikur með jafntefli gegn Leicester á útivelli í gær en borguðu fyrir það dýrum dómi því Leroy Fer og Wilfried Bony meiddust í leiknum.

Newcastle slapp með stig frá Selhurst Park

Newcastle og Crystal Palace skyldu jöfn 1-1 í fyrri leik dagsins í enska boltanum á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, en heimamenn fengu fjölmörg færi til að skora en náðu ekki að nýta sér þau.

Sex í röð hjá Birki og Aston Villa

Birkir Bjarnason lék allan leikinn á miðjunni hjá Aston Villa í 3-2 sigri á Burton í ensku Championship-deildinni í dag en þetta var sjötti sigurleikur heimamanna í röð.

Upphitun: Gylfi og Jóhann Berg í beinni útsendingu

Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar 26. umferðinn fer af stað. Íslensku landsliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða báðir í eldlínunni með liðum sínum í dag.

Sex lið slógu félagaskiptametið í janúar

Tæpur þriðjungur liðanna í ensku úrvalsdeildinni sló félagaskiptametið í fjörugum janúarglugga sem var lokaði á miðvikudaginn. Öll stærstu liðin í deildinni fengu til sín stór nöfn og liðin í botnbaráttunni tóku einnig þátt í eyðslunni sem hefur aldrei verið meiri.

Dyche: Pep velur árangur fram yfir unga leikmenn

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, segir kollega sinn hjá Manchester City, Pep Guardiola, hafa gefist upp á ungum leikmönnum svo hann geti náð árangri.

Ameobi kláraði Bristol City

Hörður Björgvin Magnússon gat ekki bjargað Bristol City frá tapi gegn Bolton Wanderers í ensku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Gæti fengið 29 milljóna króna sekt

Alsíringurinn Riyad Mahrez er týndur og tröllum gefinn þessa dagana því yfirmenn hans hjá Leicester vita ekkert hvar hann er niðurkominn. Það mun á endanum kosta hann mörg mánaðarlaun hins almenna verkamanns.

Ég elska að vera hjá Reading

Þótt illa hafi gengið hjá Reading nýtur Jón Daði Böðvarsson lífsins hjá félaginu. Hann skoraði fimm mörk í janúar og er kominn með átta mörk á tímabilinu. Jón Daði segir Íslendinga í miklum metum hjá Reading.

Sjá næstu 50 fréttir