Enski boltinn

Jóhann Berg hefur breytt úrslitum í fimm leikjum Burnley í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsfélagar Jóhanns Berg Guðmundssonar hafa haft fullt af ástæðum til að fagna með íslenska landsliðsmanninum í vetur.
Liðsfélagar Jóhanns Berg Guðmundssonar hafa haft fullt af ástæðum til að fagna með íslenska landsliðsmanninum í vetur. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Burnley stig á móti toppliði Manchester City um helgina þegar hann skoraði jöfnunarmarkið aðeins átta mínútum fyrir leikslok.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur oft komið Burnley bjargar. Þetta var fimmti leikurinn á tímabilinu þar sem mark eða stoðsending frá Jóhanni Berg reddar mikilvægum stigum fyrir Burnley.

Jóhann Berg hefur tryggt Burnley þrisvar sinnum sigur með stoðsendingu og einu sinni jafntefli. Þetta var hinsvegar fyrsta stigamark hans á leiðtíðinni.

Jóhann Berg lagði einnig upp seinna markið í 2-1 sigri á Bournemouth en Burnley komst í 2-0 í þeim leiknum. Jóhann Berg sá því á endanum til þess að Burnley fékk þrjú stig en ekki eitt.

Ef mörk og stoðsendingar Jóhanns Berg væru þurkuð út þá væri Burnley með tíu stigum færra. Það þýddi bara 26 stig og liðið væri því aðeins tveimur stigum frá fallsæti.



Leikir sem Jóhann Berg hefur komið Burnley til bjargar í deildinni í vetur:

1-1 jafntefli á móti West Ham 14. október

Lagði upp jöfnunarmark Chris Woods á 85. mínútu

1-0 sigur á Newcastle 30. október

Lagði upp sigurmark Jeff Hendrick á 74. mínútu

1-0 sigur á Southampton 4. nóvember

Lagði upp sigurmark Sam Vokes á 81. mínútu

1-0 sigur á Watford 9. desemer

Lagði upp sigurmark Scott Arfield á 45. mínútu

1-1 jafntefli við Manchester City 3. febrúar

Skoraði jöfnunarmarkið á 82. mínútu



- Jóhann Berg skoraði einnig í 2-1 tapi á móti Liverpool og lagði upp mark í 2-1 sigri á Bournemouth.




Tengdar fréttir

Jói Berg: Vil skora fleiri mörk

Jóhann Berg Guðmundsson vonast eftir því að mark hans á móti Liverpool á nýársdag verði það fyrsta af mörgum, en markið var aðeins hans annað á einu og hálfu ári í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×