Sanchez kominn á blað með Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexis Sanchez fagnar fyrsta marki sínu fyrir Man Utd.
Alexis Sanchez fagnar fyrsta marki sínu fyrir Man Utd. vísir/getty
Man Utd fékk nýliða Huddersfield í heimsókn á Old Trafford í dag en Huddersfield vann fyrri viðureign liðanna á leiktíðinni. Jose Mourinho gerði athyglisverðar breytingar á byrjunarliðinu og byrjaði til að mynda með Paul Pogba á varamannabekknum.

Fyrri hálfleikur var vægast sagt leiðinlegur og fátt markvert sem gerðist.

Fljótlega í síðari hálfleik vænkaðist hagur Man Utd þegar Romelu Lukaku stýrði fyrirgjöf Juan Mata í netið og kom Man Utd yfir. Skömmu síðar fékk Man Utd vítaspyrnu þegar brotið var á nýjasta liðsmanni félagsins, Alexis Sanchez.

Sanchez fór sjálfur á vítapunktinn en lét Jonas Lössl verja frá sér. Sanchez var hins vegar fyrstur að átta sig, hirti frákastið og kom boltanum yfir línuna. Fyrsta mark Sílemannsins fyrir Man Utd staðreynd.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-0. Man Utd styrkti þar með stöðu sína í 2.sæti og færist nær toppliði Man City. Huddersfield hins vegar í bullandi vandræðum og komið í fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira