Enski boltinn

Conte: Chelsea þarf þá bara að taka aðra ákvörðun ef menn eru ekki ánægðir með mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conite, knattspyrnustjóri Chelsea.
Antonio Conite, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/Getty
Það er farið að hitna vel undir Antonio Conte, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir að lið hans tapaði 4-1 á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Þetta var annað þriggja marka tap liðsins í röð og þau hafa bæði komið á móti „minni“ spámönnum í deildinni. Chelsea tapaði áður 3-0 fyrir Bournemouth.

Chelsea er nú í fjórða sætinu, einu stigi á undan Tottenham, en 19 stigum á eftir toppliði Manchester City.

Antonio Conte gerði Chelsea að meisturum á sínu fyrsta tímabili en lítið hefur gengið í titilvörninni.

„Staða mín er sú sama. Ég held bara áfram, sinni mínu starfi og gef allt mitt í það. Pressa? Hvaða pressa? Hver er þessi pressa?,“ sagði Antonio Conte í viðtali við BBC.





 Tiemoue Bakayoko, miðjumaður Chelsea, fékk rauða spjaldið eftir aðeins 30 mínútur og tíu menn Chelsea fengu síðan á sig þrjú mörk á síðust tíu mínútum leiksins.

„Ég sinni mínu starfi. Ef það er ekki nógu gott þá þarf félagið bara að taka aðra ákvörðun,“ sagði Conte.

Hann bað um að fá stuðningsyfirlýsingu frá félaginu fyrir leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×