Enski boltinn

Vetrarfrí á leiðinni inn í enska fótboltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah í leik með Liverpool á móti Everton í snjókomu.
Mohamed Salah í leik með Liverpool á móti Everton í snjókomu. Vísir/Getty
Það lítur út fyrir það að langþráð vetrarfrí sé loksins að detta inn í ensku úrvalsdeildina en það verður þó aldrei fyrr en eftir að nýr samningur verður gerður við sjónvarpsstöðvarnar.

BBC segir frá því að menn sem stjórna málum hjá ensku úrvalsdeildinni séu farnir að ræða möguleikann á því að vera með vetrarfrí eins og í hinum stærstu deildum Evrópu, í Þýskalandi, í Frakklandi, á Spáni og á Ítalíu.





Þetta mun hinsvegar ekki verða möguleiki fyrr en eftir að núverandi sjónvarpssamningur rennur út árið 2019.

Viðræður hafa samt staðið yfir í nokkra mánuði og hafa gengið vel samkvæmt fréttatilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni.

Það er búist við að þetta vetrarfrí komi í janúar en að enska úrvalsdeildin muni halda í hefðina að spila stíft yfir hátíðirnar.

Það mun hinsvegar þýða að annaðhvort þarf að lengja tímabilið eða þétta það til að koma janúarleikjnum fyrir á öðrum tíma.

Næsti sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar mun ná yfir árin 2019 til 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×