Enski boltinn

Gunnar Jarl: Rétt að dæma víti á Van Dijk en morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool hópast að Jon Moss.
Leikmenn Liverpool hópast að Jon Moss. Vísir/Getty
Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum FIFA-dómari og besti dómari Pepsi-deildarinnar 2017, er ánægður með kollega sinn Jon Moss í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jon Moss dæmdi víti á Liverpool í uppbótartíma leiksins og úr því skoraði Harry Kane og tryggði Tottenham 2-2 jafntefli.

Gunnar Jarl kallar sjálfan sig Hercule Poirot í færslunni á Twitter en þar birtir hann skjáskot af því þegar Virgil van Dijk sparkar niður Erik Lamela í teignum.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og leikmenn liðsins voru mjög ósáttir með dóminn sem mörgum þótt mjög strangur. Gunnar Jarl segir enginn vafi á því að MOss hafi tekið rétta ákvörðun.

„Hafði mikið fyrir því að læra að taka screenshot á Ipad. Virðið það og sættum okkur við orðinn hlut í lífinu. Van Dijk sparkar aftan í kálfa eða hnésbótarsin, hverjum er svo sem ekki drullusama. Víti. Morðhótanir vinsamlegast afþakkaðar. Gátan leyst. Kveðja, Hercule Poirot,“ skrifaði Gunnar Jarl á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.





Gunnar Jarl Jónsson var kosinn besti dómarinn í Pepsi-deild karla sumarið 2017 en tilkynnti það síðan eftir mótið að hann ætlaði að taka sér frí frá dómgæslu.

Gunnar Jarl var kosinn bestur þriðja árið í röð og í sjötta sinn á síðustu átta árum. Hann var líka kosinn bestur 2010, 2012, 2013, 2015 og 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×