Enski boltinn

Rooney segir Sanchez fullkominn fyrir United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney klappar fyrir sínum gömlu félögum.
Rooney klappar fyrir sínum gömlu félögum. vísir/getty
Wayne Rooney, framherji Everton og fyrrverandi framherji Man. Utd, segir að sínu gömlu félagar munu líklega ekki ná Man. City á næstu árum. Hann telur þó að liðið hafi gert hárrétt í að ná í Alexis Sanchez.

„Þeir ná væntanlega ekki City á þessu tímabili, en ef ég er algjörlega hreinskilinn þá verður einnig erfitt að ná þeim á næsta tímabili,” sagði Rooney, en hann var gestur Monday Night Football í gærkvöldi.

„City er að ná þeim hæðum sem Barcelona var á fyrir fjórum til fimm árum. Það er ekki gott fyrir mig að segja þetta, en þetta er nánast fullkominn fótbolti á tímum.”

Umræðurnar beindust svo fljótt að Alexis Sanches og Rooney segir að sínu gömlu félagar í Manchester United hafi gert hárrétt í að ná í Síle-manninn.

„Ég held að hann sé fullkominn fyrir Manchester United. Hann er ákveðinn, ástríðufullur með hungur. Þú getur séð að hann er sigurvegari.”

„Þetta er það sem United hefur skort; leikmenn í kringum Lukaku sem geta ýtt á Lukaku. Sanchez mun gera það eins og Tevez gerði þegar hann kom til United. Hann lyfti leikmönnunum í kring um fimm til tíu prósent.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×