Enski boltinn

Messan: Gummi Ben gerði Hjörvar nánast orðlausan í beinni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Wanyama skoraði stórkostlegt mark fyrir Tottenham í jafnteflinu á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en markið hans bauð líka upp á mjög fyndið atriði í Messunni.

Guðmundur Benediktsson sjá um Messuna í gær og gestir hans voru þeir Hjörvar Hafliðason og Reynir Leósson.

Að sjálfsögðu var vel fjallað um stórleik gærdagsins á milli Liverpool og Tottenham. Umfjöllunin byrjaði þá á aðeins öðruvísi hátt en venjulega.

„Áður en við höldum lengra þá verð ég bara að spóla viku til baka,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson og sýndi svo skot Victor Wanyama frá því í leik Tottenham og Southampton.

Hjörvar Hafliðason var þá mættur í Messuna og var með orðið. „Það er ekkert sem pirrar mig meira í fótbolta en þegar leikmaður, sem getur ekki skotið á markið, skýtur á markið langt fyrir utan teig þegar það er pressa í lokin. Það er einmitt þetta,“ sagði Hjörvar og um leið er sýnd skot Victor Wanyama frá því í uppbótartíma fyrrnefnds leiks.

„Þetta gerir mig geðveikan, þegar mitt lið er að spila og það kemur svona skot á 93. mínútu. Af hverju heldur Keníamaðurinn að hann geti skotið þaðan,“ spurði Hjörvar.

Svo var aftur skipt yfir í beina útsendingu og mátti heyra þá Gumma Ben og Reyni hlæja að vikugamalli yfirlýsingu Hjörvars. Victor Wanyama var nefnilega nýbúinn að skora með frábæru langskoti, mark sem kemur sterklega til greina sem eitt af mörkum tímabilsins.

Það má sjá þetta allt saman í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×