Enski boltinn

Lukaku óttast ekki samkeppni við Alexis Sanchez

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ætlað að spila fyrir Man Utd að sögn Lukaku.
Ætlað að spila fyrir Man Utd að sögn Lukaku. vísir/getty
Romelu Lukaku kveðst ekki óttast samkeppni við Alexis Sanchez eftir að sá síðarnefndi gekk í raðir Man Utd á dögunum. Þvert á móti hefur Lukaku óbilandi trú á eigin getu og fagnar því að fá að spila með Sanchez.

„Ég legg alltaf hart að mér og reyni að tryggja að ég komist í byrjunarliðið. Svo er það bara ákvörðun þjálfarans en ég veit hvað ég get fært liðinu. Ég skora mörk, gef stoðsendingar og ég tel mig vera mikilvægan í leik liðsins.“

„Sanchez er Manchester United leikmaður. Honum var ætlað að spila hérna og hann verðskuldar að spila á stærsta sviðinu. Hann hefur mikla reynslu eftir að hafa spilað með Barcelona og Arsenal. Hann er algjör sigurvegari.“

„Ég tala spænsku svo við eigum auðvelt með samskiptin, hann talar líka fína ensku. Við hjálpum alltaf nýjum leikmönnum að aðlagast hérna og honum er strax farið að líða vel. Við munum sjá það besta frá honum,“ segir Lukaku.



Þeir félagar verða væntanlega í eldlínunni í dag þegar Man Utd mætir Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00.






Tengdar fréttir

Upphitun: Gylfi og Jóhann Berg í beinni útsendingu

Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar 26. umferðinn fer af stað. Íslensku landsliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða báðir í eldlínunni með liðum sínum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×