Enski boltinn

Sjáðu endakaflann rosalega í leik Liverpool og Tottenham á Anfield í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah hélt að hann hefði tryggt Liverpool sigurinn en annað kom á daginn.
Mohamed Salah hélt að hann hefði tryggt Liverpool sigurinn en annað kom á daginn. Vísir/Getty
Liverpool og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum og frábærum fótboltaleik á Anfield í gær en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir þessi lið í baráttunni um Meistaradeildarsætin.

Leikurinn bauð upp á allt sem menn vilja sjá í topp fótboltaleik og þar á meðal voru tvö af flottustu mörkum tímabilsins, umdeildir dómar og mikil spennu fram á lokasekúndu leiksins.

Liverpool hélt að Mo Salah hefði tryggt liðinu öll þrjú stigin með frábæru marki skömmu fyrir leikslok eftir að Egyptinn labbaði í gegnum Tottenham vörnina en Tottenham fékk umdeilt víti í uppbótartíma og tryggði sér stig.

Úrslitin þýða að Liverpool er í þriðja sætinu og með tveimur stigum meira en Tottenham sem er í fimmta sæti. Chelsea er stigi á eftir Liverpool en á leik inni á móti Watford í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær en Crystal Palace og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik dagsins.

Fyrra jöfnunarmark Tottenham sem Victor Wanyama skoraði með þrumuskoti í seinni hálfleiknum og seinna mark Liverpool mannsins Mohamed Salah hljóta að koma til greina sem tvö af flottustu mörkum tímabilsins í enskyu úrvalsdeildinni. Það má sjá þau bæði hér fyrir neðan.

Liverpool - Tottenham 2-2
Crystal Palace - Newcastle United 1-1
Yfirlit yfir leiki sunnudagsins í ensku úrvalsdeildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×