Enski boltinn

Messan tók fyrir klúður Raheem Sterling: „Sérðu hvað hann er reiður“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson sjá um Messuna í gær og gestir hans voru þeir Hjörvar Hafliðason og Reynir Leósson. Þeir tóku meðal annars fyrir leik Burnley og toppliðs Manchester City þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið undir lokin.

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, fékk upplagt tækifæri til að koma Manchester City í 2-0 á 71. mínútu en skaut þá framhjá fyrir opnu marki. Jóhann Berg stráði síðan salt í sárin með því að jafna leikinn.

„Sterling verður að taka þetta á sig,“ sagði Reynir Leósson og Guðmundur Benediktsson tók undir þetta.

„Hann hefði getað unnið leikinn þarna. Burnley hefði ekki komið til baka úr 2-0,“ sagði Guðmundur. Hjörvar var ekki eins sannfærður. „Við vitum ekkert um það en þetta er ágætis færi,“ sagði Hjövar en Guðmundur var ákveðinn. „Ég fullyrði það,“ sagði Guðmundur.

Strákarnir höfðu líka gaman af viðbrögðum Raheem Sterling eftir klúðrið. „Sérðu hvað hann er reiður,“ sagði Reynir og Hjörvar var ánægður með hvað þetta var einlægt hjá enska landsliðsmanninum.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá færi Raheem Sterling, viðbrögð hans eftir klúðrið og umfjöllun strákanna í Messunni um hvað þetta þýddi fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×