Fleiri fréttir

Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína

Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag.

Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel

Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum.

Fékk betra viðmót þegar hún var "krabbameinssjúklingur"

Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu.

Pálmi Jónsson er látinn

Pálmi Jónsson fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra lést þann 9. október.

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áhrif loftlagsbreytinga á lífríki norðurslóða eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Þetta segir fyrrverandi ráðgjafi Obama Bandaríkjaforseta en rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Hrafn fær ekki 15 ár í viðbót

Hæstiréttur sýknaði í dag Orkuveitu Reykjavíkur að kröfu Hrafns Gunnlaugssonar um að hann ætti 15 ára afnotarétt af sumarbústað sínum við Elliðárvatn. Héraðsdómur hafði áður fallist á þá kröfu Hrafns.

Eldur laus í Hótel Natura

Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið.

Veitti viðurkenningar vegna skútubjörgunar

Yfirmaður hjá bandarísku strandgæslunni sæmdi í morgun Íslendinga viðurkenningu fyrir þátt þeirra í að bjarga áhöfn bandarísku skútunnar Valiant í sumar.

Fullreynt með Benedikt í brúnni

"Við munum berjast til síðasta blóðdropa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr formaður Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku í flokknum í gær.

Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili

"Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden.

Nauðsynlegt að auka fjárframlög til menntamála

Auka þarf árleg fjárframlög til menntamála um 15 til 20 milljarða til að koma í veg fyrir að Ísland dragist aftur úr nágrannaríkjum. Formaður Kennarasambands Íslands segir skóla glíma við mikinn rekstrarvanda og að í mörgum tilvikum sé kennslubúnaður orðin gamall og úreltur.

Aukin svartsýni á þróun efnahagsmála

Verulega hefur dregið úr tiltrú stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins á þróun efnahagsmála og telja þeir aðstæður í atvinnulífinu fara versnandi á næstu mánuðum. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir margt benda til þess að yfirstandandi hagsveifla hafi náð hámarki.

Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun

Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi.

Fullorðin en þurfa að treysta á góðvild foreldra

Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun foreldra sinna þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi. Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir