Veður

Veðurstofan varar við skriðuföllum og vatnavöxtum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands varar við mikilli rigningu, vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum fyrir norðan.
Veðurstofa Íslands varar við mikilli rigningu, vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum fyrir norðan. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands varar við mikilli rigningu á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda í kvöld og í nótt. Því má búast við vatnavöxtum í ám á svæðinu, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Samkvæmt Veðurstofunni eru einnig auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu.

Samkvæmt athugasemdum veðurfræðings er útlit fyrir að mikið vatnsveður verði á mið-Norðurlandi og á Ströndum fram á morgundaginn með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. Mikið rigningarveður var á Suðausturlandi og Austurlandi í lok síðasta mánaðar og flóð ollu vandræðum víða. Skriður féllu á nokkrum stöðum og fór þjóðvegurinn í sundur.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.