Erlent

Hrun býflugnastofna rakið til úrkynjunar og sjúkdóma

Samúel Karl Ólason skrifar
Býflugur eiga undir högg að sækja víða um heim.
Býflugur eiga undir högg að sækja víða um heim. VísiR/Getty
Vísindamenn í Kanada hafa rakið hrun býflugnastofna í Norður-Ameríku til úrkynjunar og sjúkdóma. Þeir skráðu erfðamengi einnar drottningar með nýrri tækni og telja þeir að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt sé gert. Niðurstaðan varð sú að úrkynjun innan stofns býflugna er mikil og útlit er fyrir að sjúkdómar hafi leikið þær grátt.

Býflugur eiga undir högg að sækja víða um heim.

„Úrkynjun er sérstaklega slæm fyrir býflugur því hún eykur líkurnar á því að karlkyns flugur fæðist geldar sem leiðir til frekari fækkunar,“ sagði Amro Zayed, einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar við Reuters.



Það hefur leitt til þess að vinnubýflugum hefur fækkað verulega og gert þeim erfiðara að byggja bú.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Frontiers in Genetics.



Auk úrkynjunar telja vísindamennirnir að villtar býflugur hafi smitast af sjúkdómum frá býflugum sem eru sérstaklega ræktaðar fyrir gróðurhús. Þeir taka þó fram að þörf er á frekari rannsóknum til að sannreyna tilgátu þeirra og athuga hvort að niðurstöðurnar eigi við býflugur annars staðar í heiminum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×