Erlent

Sjö tíma umsátur í Kabúl

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn sátu um vígamennina í sjö tíma áður en þeir voru felldir.
Hermenn sátu um vígamennina í sjö tíma áður en þeir voru felldir. vísir/AP

Tveir vígamenn sem réðust á þjálfunarbúðir fyrir leyniþjónustu Afganistan í Kabúl voru felldir eftir sjö tíma umsátur. Ekki liggur fyrir hve margir létu lífið í árásinni og enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Árásarmennirnir skutu frá sér eldflaugum og sérsveitir afganska hersins og bandarískir ráðgjafar umkringdu mennina þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í hálfkláruðu húsi í búðunum. Starfsmenn búðanna komu sér flestir fyrir á öruggu svæði á meðan á skotbardaganum stóð, samkvæmt Reuters.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Kabúl í gær þar sem minnst 40 ungir námsmenn féllu. Á annað hundrað særðust í árásinni.

Fjölmargar árásir hafa verið gerðar í Afganistan á undanförnum vikum. Íbúar Afganistan hafa þurft að glíma við mikið ofbeldi að undanförnu og hefur Talibönum vaxið ásmegin í átökunum sínum við ríkisstjórn landsins. Undanfarin vika hefur verið sérstaklega blóðug.

Í síðustu viku réðust um þúsund vígamenn Talibana á borgina Ghazni og er talið að minnst 150 almennir borgarar hafi fallið í átökunum og fjöldi hermanna. Þá hafa Talibanar ráðist á herstöðvar í landinu einnig og fellt og handsamað fjölda hermanna og lögregluþjóna.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.