Erlent

Barði mann til dauða sem áreitti dóttur hans

Samúel Karl Ólason skrifar
Melvin Harris hefur verið ákærður af saksóknurum í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir að berja mann til bana.
Melvin Harris hefur verið ákærður af saksóknurum í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir að berja mann til bana. Vísir/Getty
Melvin Harris hefur verið ákærður af saksóknurum í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir að berja mann til bana. Maðurinn, sem hét Leon Armstrong, hafði reynt að brjóta sér leið inn á klósett í verslun þar sem 16 ára dóttir Harris var.

Lögreglan segir að Harris hefði verið í bíl sínum fyrir utan verslunina þar sem hann var að bíða eftir dóttur sinni og tveimur vinkonum hennar. Armstrong gekk upp að honum og bað hann um og fékk peninga. Því næst fór Armstrong inn í verslunina.



Dóttir Harris og vinkonur hennar komu svo út og sögðu Armstrong hafa áreitt þær. Þá fór Harris til öryggisvarðar verslunarinnar og sagði honum að grípa til aðgerða. Annars myndi hann gera það sjálfur. Öryggisvörðurinn sagði að tekið yrði á málinu.

Vitni segja þó að Harris haf elt Armstrong út úr versluninni, gengið upp að honum og slegið hann í andlitið. Vitni segja einnig að Harris hafi haldið áfram að slá Armstrong þar sem hann lá í götunni og einnig sparkað í hann þar til hann varð meðvitundarlaus. Því næst keyrði Harris á brott.

Armstrong var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Árásin átti sér stað þann 2. ágúst.

Harris hafði verið kærður fyrir alvarlega líkamsárás en það breyttist þegar Armstrong dó og var hann kærður fyrir morð. Hann heldur því þó fram að Armstrong hafi reynt að slá sig fyrst . Harris neitar að hafa slegið Armstrong áfram eða sparkað í hann.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×