Innlent

Erlendur ferðamaður lét öllum illum látum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru allir látnir lausir eftir skýrslutöku.
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru allir látnir lausir eftir skýrslutöku. vísir/vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst seint í gærkvöldi tilkynning um erlendan ferðamann sem lét illum látum í og við gistiheimili í miðborginni. Hann brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.

Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru allir látnir lausir eftir skýrslutöku.

Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð vegna ölvaðs farþega. Sá gat ekki greitt fargjaldið en lögreglan segir málið hafa verið leyst á vettvangi. Nokkur útköll voru hjá lögreglunni vegna hávaða og láta í heimahúsum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×