Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Innlent
Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Handknattleikssamband Evrópu hefur ákveðið að gera umtalsverðar breytingar á Meistaradeild og Evrópudeild karla frá og með næstu leiktíð. Handbolti
Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Stjörnugerði var opnað í Heiðmörk í kvöld. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins. Lífið
Stebbi Jak með nýtt í tilefni afmælis Það er framhaldsskólin að Laugum sem fagnar 100 ára afmælis um þessar mundir, voru allir hér spyr Stebbi Jak í lagið sem er samið af því tilefni Bylgjan
Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Hanna María Hermannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar hjá ELKO. Viðskipti innlent
Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð. Innherji
Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Daglegi díseltrukkurinn minn er ekki beinlínis umhverfisvænn. Plássfrekur í stæði og ólipur innanbæjar en góður langferðabíll. Í hvert sinn sem dísel lítrarnir gusast inn á tankinn fæ ég hinsvegar umhversissóðasamviskubit. Ég veit að rafmagnið er framtíðin en það er bara þetta með drægnikvíðann. Þá sá ég að verið var að frumsýna Renault Rafale E-Tech hybrid SUV. Gæti hann verið eitthvað fyrir mig? Samstarf